
Markaðirnir voru upp í dag, allt er vænt sem er grænt. Komin tími til segi ég nú. En hmm það er spurning hvað geris á mánudaginn, líklega er bara komin tími á smá bounce uppá við. Líklegt er að þessi leiðindastaða muni halda eitthvað áfram, allavegana út næsta ár. Ojæja, life goes up and down, up and down.
Annars er ekkert að frétta.... reyndar áttum við Ingvar "10 ára" afmæli um daginn, þ.e. ef við hefðum verið saman allan tíman :p Verður maður samt ekki að halda uppá tímamótin, jú jú, en við vorum svo blönk að við höfðum það bara einfalt og kósý. Ég bjó til hálfgert listaverk þar sem að ég fór í gömul albúm og prentaði úr tölvunni helling af myndum af bestu stundunum (sem voru til á filmu) og raðaði þeim í risastóran ramma. Það er eiginlega alveg magnað að skoða þetta. Vá hvað maður hefur breyst og þroskast, vona ég. Það sem manni datt í hug að gera fyrir 10 árum síðan, myndi maður líklega ekki gera í dag. Jeminn eini.
Smá yfirlit:
Við byrjuðum saman 7. ágúst 1998. Svo vorum í leynilegu ástarsambandi árið 1999 til vor 2000, þar sem að ákveðnir aðilar í fjölskyldunni voru ekki ánægð með sambandið. Svona er það að vera elsta barnið býst ég við. Það samband lýsti sér til dæmis þannig að sumar nætur stal ég bílnum hennar mömmu þegar allir voru sofnaðir, keyrði bílinn heim til Ingvars og vaknaði svo fyrir allar aldir til þess að vera komin heim áður en nokkur vaknaði. Aldrei komst upp um þetta athæfi mitt, ótrúlegt en satt. Það sem verra var að ég var farin að skrópa í skólanum til þess að geta hitt hann vegna þess að það var svo erfitt að fá að hitta hann eftir skóla. Ég hef ávallt skammast mín óheyrilega mikið fyrir það og sé mikið eftir því að hafa ekki náð að njóta þess að kynnast Versló vinunum betur. Svo var allt þetta farið að hafa áhrif á einkunnir mínar þar sem að ég mætti syfjuð og þunglynd í skólann. Allt þetta var farið að leggjast á sálina á manni, en í dag er allt glimrandi gott. Fjölskylda mín elskar Ingvar og Ingvar elskar fjölskylduna mína. Vá hvað tímarnir hafa breyst.
Mér finnst samt eins og öll þessi reynsla hafi náð að þroska mann heil mikið, í dag legg ég mikla áherslu á að vera eins heiðarleg og hægt er. Reyna að tala aldrei illa um aðra, samt segja sína skoðun og ekki hræðast rifrildi. Ef maður sínir ekki sitt rétta andlit, þá mun það bara bíta mann í bakið seinna. Ég hafði ekki hugrekki til þess að styðja bak við samband okkar Ingvars á fyrri hluta ástarsambands okkar því að ég hélt ennþá að það sem fullorðnir segja væru lög, en þetta tók mikið á samband okkar.
Loksins þegar við náðum svo að einbeita okkur að sambandi okkar, þurftum við að læra betur á hvort annað. Við sáum að það var ekki að ganga upp árið 2003. Ég gat ekki sagt það sem ég vildi segja og fannst hræðinlega erfitt að rífast eða rökræða, þ.a.l. lokuðum við allt inni í stað þess að tjá okkur. Auðvitað gerðist margt á öllum þessum árum en lykillinn af öllum okkar vandræðum var að við ræddum ekki málin.
Í þrjú ár vorum við bestu vinir og þroskuðumst í betri einstaklinga og höfðum loks hugrekki til þess að tala saman um allt. Þegar við ákváðum að byrja aftur saman þá ákváðum við að í þetta sinn myndum við tala saman. Hvað sem á gengi þá myndum við tjá það sem við værum að hugsa. Það virkar. Þó svo að við höfum ólíkar skoðanir á ýmsu þá vitum við þó allaveganna skoðanir hvors annars, í stað þess að ætlast til þess að við vitum hugsanir hvors annars.
Vá, þetta var erfitt að skrifa en ég held að það hafi verið komin tími til að segja þetta allt saman. Lífið er ævintýri og því ekki að segja frá því, gangi ykkur vel í ykkar ævintýrum.